Loo hyggst byggja jólahús á Hellu

Malasíumaðurinn Loo Eng Wah beinir nú sjónum sínum að Hellu …
Malasíumaðurinn Loo Eng Wah beinir nú sjónum sínum að Hellu og áformar uppbyggingu ferðaþjónustu þar, samfara áformum sínum Leyni 2 og 3 í Landsveit. Loo hefur þegar tryggt sér tvær lóðir. mbl.is/​Hari

Athafnamaðurinn Loo Eng Wah hefur fengið vilyrði fyrir tveimur atvinnulóðum á besta stað á Hellu þar sem hann hyggst halda áfram uppbyggingu ferðaþjónustu sinnar. Annars vegar er um að ræða lóð við bakka Rangár og hins vegar við Miðvang, gegnt skrifstofu sveitarfélagsins og miðstöð þjónustu þar.

„Loo er ekki af baki dottinn. Hann sótti um þessar lóðir fyrir nokkrum vikum og sveitarstjórn tók umsóknirnar fyrir. Þær voru samþykktar með fyrirvara um útlit og áform,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra í Morgunblaðinu í dag.

Áform Loo um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðunum Leyni 2 og 3 í Landsveit hafa vakið mikla athygli eftir umfjöllun Morgunblaðsins.

Loo, sem fer fyrir hópi fjárfesta frá Malasíu, hefur stórar hugmyndir um svæðið en óánægju hefur gætt með áform hans meðal hagsmunaaðila á svæðinu. Umfang uppbyggingarinnar hefur verið gagnrýnt sem og að uppbyggingin hafi hafist án þess að tilskilinna leyfa hafi verið aflað. Eftir mótmæli nágranna hefur Loo breytt áformum sínum nokkuð og eru þau minni í sniðum en upphaflega var stefnt að. Til að mynda verða umdeild hjólhýsi á Leyni fjarlægð. Heildargestafjöldi er nú áætlaður um 170 manns en var upphaflega mun meiri. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti nýverið nýja tillögu að deiliskipulagi á svæðinu og er nú beðið niðurstöðu Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdir þar séu háðar mati á umhverfisáhrifum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »