„Nota á ungabörn sem eins konar gísla“

Gera má ráð fyrir því að vinnustöðvanir Eflingar muni hafa …
Gera má ráð fyrir því að vinnustöðvanir Eflingar muni hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla borgarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nota á ungabörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengisfellingu.“

Þetta skrifar Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, á Facebook um kjaraviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg.

Þröstur segir Eflingu hafa skorið sig úr samfloti Starfsgreinasambandsins og neitað að semja við borgina á sömu nótum og önnur verkalýðsfélög höfðu samið, þrátt fyrir að SGS hafi gert samning á svipuðum nótum og Efling hafi gert við Samtök atvinnulífsins. 

Síðan hafi birst í fjölmiðlum upplýsingar um kröfugerð Eflingar á hendur borgarinnar þar sem allar tölur og hlutföll væru margfalt hærri en það sem SGS og samninganefnd Reykjavíkurborgar hefðu samið um. Samhliða þessari kröfugerð var vitnað í greinargerð sem fylgdi, sem var bólgin af fúkyrðum og gömlum slagorðum frá upphafsárum evrópskrar verkalýshreyfingar í árdaga síðust aldar.“

„Er þetta nýja strategía Sósíalistaflokksins?“ spyr Þröstur.

Brjóta upp lífskjarasamninginn með því að einangra baráttuna við einn viðsemjanda (borgina) sem er stór, en er jafnframt með fjölda félagsmanna Eflingar í mjög viðkvæmum umönnunarstörfum (leikskólunum). Nota á ungabörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengiisfellingu. Krónan mun ekki aðstoða Sósíalistaflokkinn í þessum skollaleik. Það hlaut að koma að því að stóru slagorðin frá 2018 yrðu virkjuð að lokum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert