Ölvaður ökumaður ók á þrjá bíla

mbl.is/Eggert

Bifreið var ekið á þrjár bifreiðar í Árbænum í nótt og síðan ók ökumaðurinn af vettvangi.  Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og er ökumaðurinn steig út úr bifreiðinni rann hún á lögreglubifreiðina.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og er hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 

Ökumaðurinn stöðvaði ekki þegar lögregla gaf honum stöðvunarmerki í Grafarvoginum skömmu eftir miðnætti og hófst því eftirför.  Ökumaðurinn stöðvaði skömmu síðar og reyndi að hlaupa frá vettvangi en var handtekinn. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. 

Fleiri ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í gærkvöldi og í nótt. 

Í gærkvöldi var ökumaðurinn stöðvaður í Vogahverfinu (hverfi 104) grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Tveir ölvaðir ökumenn voru stöðvaðir í Hafnarfirði í gærkvöldi og var annar ekki með ökuskírteinið með í för. Í hverfi 105 var síðan einn próflaus stöðvaður undir stýri bifreiðar. Í nótt var síðan ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna stöðvaður í Breiðholti (hverfi 109).

mbl.is