Ræða við aðstandendur ferðamannanna

Tvö lík, af karli og konu, fundust á Sólheimasandi síðastliðinn …
Tvö lík, af karli og konu, fundust á Sólheimasandi síðastliðinn fimmtudag. Kort/mbl.is

Aðstandendur kínversku ferðamannanna sem fundust látnir á Sólheimasandi fyrir helgi eru komnir til landsins og mun lögreglan á Suðurlandi ræða við þá í dag.

Lögreglan vonast til að fá nákvæmari mynd af tengslum ferðamannanna að lokinni skýrslustöku af aðstandendunum en talið er að um par hafi verið að ræða.

Að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvenær líkin verða krufin en það verður gert í þessari viku. Líkin bera merki um að fólkið hafi látist af völdum ofkælingar.

Oddur staðfestir að þau hafi verið með bifreiðina til leigu sem fannst á bílastæði við Sólheimasand.

Flugvélaflakið á Sólheimasandi hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna undanfarið.
Flugvélaflakið á Sólheimasandi hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna undanfarið.
mbl.is