Rafhlaupahjólin afhent í vikunni

Rafhlaupahjól á ferð.
Rafhlaupahjól á ferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupendur sem hafa beðið eftir Enox ES100-rafmagnshlaupahjóli frá versluninni Hópkaup frá því fyrir jól fá hjólin líklega afhent í vikunni en gámur með 930 hjólum sem kom til landsins á Þorláksmessu hefur verið í geymslu síðan.

Skoðun á hjólunum leiddi í ljós að svonefnda CE-merkingu vantaði á stell hjólanna auk þess sem leiðbeiningar á íslensku fylgdu þeim ekki eins og reglugerð um vélar og tæknilegan búnað gerir ráð fyrir.

Vinnueftirlitið setti tímabundið bann á sölu og afhendingu hjólanna á þriðjudaginn í síðustu viku á meðan á rannsókn stofnunarinnar stæði. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, staðfestir þetta í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að Wedo ehf., sem rekur Hópkaup, og Enox Group, framleiðanda hjólanna, hafi verið tilkynnt að öll öryggis- og vottunaratriði í sambandi við hjólin væru fullnægjandi á fundi með Vinnueftirlitinu um málið á föstudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert