Þrír hafa kært til Landsréttar

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm. mbl.is/Golli

Þrír af sexmenningunum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Einhverja daga tekur að fá niðurstöðu úr kærunni. Hann getur ekki gefið frekari upplýsingar um rannsókn málsins, sem er í fullum gangi.

Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. janú­ar og einn til 27. janú­ar. Það var gert á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á skipu­lagðri brot­a­starf­semi, sem snýr m.a. að fram­leiðslu fíkni­efna og pen­ingaþvætti.

Sex­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir sam­hliða mjög um­fangs­mikl­um aðgerðum lög­reglu, en ráðist var í hús­leit­ir víða á höfuðborg­ar­svæðinu. Lagt var hald á fíkni­efni, vopn og fjár­muni.

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna
mbl.is