„Við eigum að vera stolt“

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

„Við eigum að vera stolt af þessu og halda í þetta kerfi,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur um þá staðreynd að endurkoma fanga hefur ekki aukist frá því rafrænt eftirlit og aukin tækifæri til samfélagsþjónustu í stað fangavistar voru tekin upp hér á landi.

Samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, var hlutfallslegur fjöldi fanga á Íslandi árið 2017 sá minnsti í Evrópu, eða 39 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar er hlutfallið hæst í Litháen eða 232 á hverja 100 þúsund íbúa en næstlægsta hlutfallið er í Finnlandi þar sem 56 fangar voru árið 2017 á hverja 100 þúsund íbúa.

Helgi segir að minni áhersla á fangelsisvistun hafi gefist vel og að ekki hafi orðið vart við aukna brotatíðni í kjölfarið. „Finnar voru með talsvert hærri tíðni en hin löndin á Norðurlöndum en tóku svo upp kerfi þar sem samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit gegna stærra hlutverki. Þar féll hlutfall fanga án þess að hafa áhrif á afbrotatíðni. Segja má það sama um okkur. Þessar aðgerðir hafa ekki leitt til aukinnar brotatíðni,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert