Yrkir limrur á leiðinni

Óskar Jónsson
Óskar Jónsson

Jólin eru að baki en sumir í stórfjölskyldu Óskars Jónssonar og vinir hans tala enn um bókina Limrulyng, sem hann gaf út fyrir hátíðina. „Ég ákvað að koma þeim á óvart, valdi limrur og gaf út þetta úrval, sem ég hugsaði fyrst og fremst sem jólagjöf og til heimabrúks,“ segir hann.

Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli í Eyjafirði, föðuramma Óskars, skrifaði mikið í blöð og tímarit, samdi og flutti þætti í útvarp og fékkst við ljóðagerð. „Hún átti mjög auðvelt með að skrifa og ætli skáldskapurinn liggi ekki í genunum,“ segir hann. Bætir samt við að hún hafi fjallað mikið um kristileg málefni en hann yrki á öðrum nótum. „Ég hef sett saman vísur frá unga aldri, var fyrst í ferskeytlum en limrurnar hafa staðið mér næst í seinni tíð. Ég átti töluvert safn og bók hefur legið í loftinu í nokkurn tíma, en ég lét ekki verða af útgáfu fyrr en nú.“

Fegurðin í snjónum

Enginn sérstakur inngangur er í bókinni, sem Óskar gefur sjálfur út, en fyrsta limran útskýrir hvað koma skal:

Bragð af mínum bestu

í bland við mínar verstu:

Safaríkar, súrar,

sætar, jafnvel klúrar

sem ber af lyngi lestu.

Sjá samtal við Óskar í heild á baksíðu Morgunbaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert