Átta handteknir vegna falsaðra skilríkja

mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfirheyrslur hafa farið fram í dag yfir átta mönnum sem voru handteknir í byggingu á Seljavegi í Reykjavík í morgun.

Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns leikur grunur á að þriðja ríkis borgarar, frá ríki eða ríkjum utan EES-svæðisins, hafi við skráningu hér á landi framvísað fölsuðum skilríkjum hjá Þjóðskrá.

Skúli segir mennina grunaða um að hafa notað skilríki frá nokkrum EES-löndum. Rannsóknin snýst um að komast að því hvaðan þeir eru í raun og veru en Stundin greindi fyrst frá málinu. 

Með lögreglunni í för í morgun voru fulltrúar frá Vinnueftirlitinu, Ríkisskattattstjóra og Vinnumálastofnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert