Björgunarsveit tryggir flotbryggjuna á Ísafirði

Flotbryggjan var ekki farin af stað, en öruggast þótti að …
Flotbryggjan var ekki farin af stað, en öruggast þótti að festa hana betur við bryggju svo ekki færi illa. Hvasst hefur verið á norðanverðum Vestfjörðum í dag og hviður allt að 30 m/sek. Mynd frá Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Björgunarsveitamenn á Ísafirði voru kallaðir út á tólfta tímanum í kvöld til þess að tryggja flotbryggjuna við höfnina þar í bæ, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Flotbryggjan var ekki farin af stað, en öruggast þótti að festa hana betur við bryggju svo ekki færi illa, en afar hvasst er á norðanverðum Vestfjörðum og ríkjandi vindátt úr suðvestri óhagstæð fyrir höfnina á Ísafirði.

mbl.is