Borgarstjórn minntist Guðrúnar Ögmundsdóttur

Borgarfulltrúar minntust Guðrúnar Ögmundsdóttur í upphafi borgarstjórnarfundar í dag.
Borgarfulltrúar minntust Guðrúnar Ögmundsdóttur í upphafi borgarstjórnarfundar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, fór með minn­ing­ar­orð um Guðrúnu Ögmunds­dótt­ur við upp­haf fyrsta borgarstjórnarfundar nýs árs, sem hófst klukkan 14. Sem kunn­ugt er andaðist Guðrún á gaml­árs­dag, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. 

Pawel fór nokkuð ít­ar­lega yfir ára­tuga­lang­an fer­il Guðrún­ar í stjórn­mál­um og mann­rétt­inda­mál­um og minntist hennar fyrir virka þátttöku í Rauðsokkuhreyfingunni og baráttu hennar fyrir kvenfrelsi og kvenréttindum alla tíð. 

Guðrúnar Ögmundsdóttur var minnst í upphafi borgarstjórnarfundar í dag og …
Guðrúnar Ögmundsdóttur var minnst í upphafi borgarstjórnarfundar í dag og henni þakkað fyrir framlag sitt í þágu borgarinnar. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Guðrún var fyrst kjör­in til setu í borg­ar­stjórn fyr­ir Kvenna­list­ann árið 1992 og fyr­ir Reykja­vík­urlist­ann 1994-1998. Hún var kjör­in í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyr­ir Sam­fylk­ing­una árið 2017.

„Fyrir hönd borgarstjórnar sendi ég fjölskyldu og vinum Guðrúnar innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrir framlag hennar í þágu borgarinnar okkar allra,“ sagði Pawel og bað borgarfulltrúa um að rísa á fæt­ur og minn­ast Guðrún­ar, sem þeir gerðu. Að því loknu var gert stutt hlé á fundi borgarstjórnar.

mbl.is