Flugeldur kveikti í íbúð

mbl.is/Eggert

Eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði (hverfi 221) í gærkvöldi eftir að flugeldi hafði verið kastað inn um glugga á baðherbergi íbúðarinnar. Íbúar urðu varir við sprenginguna og voru búnir að slökkva eldinn er lögregla kom á vettvang en eldur kviknaði í fatnaði og skemmdir urðu á innréttingu.

mbl.is