Hæfnispróf sundkennara skorti skýra lagastoð

Börn í skólasundi. Mynd úr safni.
Börn í skólasundi. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Umboðsmaður Alþingis telur að reglugerðarákvæði sem skyldar sundkennara til að gangast árlega undir hæfnispróf, svo sem próf í þolsundi, björgunarsundi í fötum og hraðsundi, skorti fullnægjandi lagastoð. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á heimasíðu embættisins í dag en mbl.is hefur heimildir fyrir því að skiptar skoðanir og nokkur kurr sé meðal sundkennarastéttarinnar vegna málsins.

Íþróttakennari leitaði til umboðsmanns

Í áliti umboðsmanns kemur fram að íþróttakennari, sem kennir m.a. sund í grunnskóla, hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir því að samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum væri þess krafist að sundkennarar stæðust hæfnispróf eða færu á endurmenntunarnámskeið. Taldi sundkennarinn að umræddar kröfur takmörkuðu stjórnarkrárvarin atvinnuréttindi hans og ættu sér ekki fullnægjandi stoð í lögum. 

Fela í sér viðbótarkröfur

Segir í umræddu áliti umboðsmanns að sundkennarar hefðu réttindi til að sinna kennslu sem færi fram í sundlaugum. Slíkir staðir væru starfsleyfisskyldir. Þær kröfur sem væri deilt um í málinu fælu í reynd í sér viðbótarkröfur til þess að menntaður kennari gæti nýtt sér réttindi sín til að sinna sundkennslu í skólum. Almennt yrði að miða við að ákvæði í reglugerðum sem væru íþyngjandi fyrir borgarana eða takmörkuðu réttindi þeirra ættu sér skýra lagastoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert