Kom greinendum ekki á óvart

Marel hefur vaxið mikið.
Marel hefur vaxið mikið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréfagreinendurnir Snorri Jakobsson hjá Capacent og Sveinn Þórarinsson hjá Landsbankanum segja að bráðabirgðauppgjör Marels, sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudaginn, hafi ekki komið þeim á óvart.

Samkvæmt uppgjörinu var tekjuvöxtur félagsins sjö prósent og EBIT framlegð 13,5%. Félagið hefur hins vegar markmið um 12% árlegan tekjuvöxt og EBIT framlegð hefur verið 14-15% síðustu ár.

Gengi félagsins lækkaði um rúm fjögur prósent í gær sem þýðir að tuttugu milljarðar þurrkuðust út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert