Nóróvírus fannst í ostrum

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta …
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Ljósmynd/Getty Images

Dai Phat Trading ehf hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað frosnar ostrur vegna nóróvíruss sem greindist í vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dai Phat. Þar kemur fram að um sé að Wang korea, frosnar ostrur frá vörumerkinu Frozen Oyster með strikamerkinu 08770316669.

Innköllunin á við um öll lotunúmer og allar best fyrir dagsetningar. Ostrurnar fóru aðeins í dreifingu í Dai Phat Trading ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert