Um 190 fornbátar skráðir

Þorsteinn GK 15 er elsti fiskveiðibátur landsins. Hér kemur hann …
Þorsteinn GK 15 er elsti fiskveiðibátur landsins. Hér kemur hann úr róðri til heimahafnar sinnar á Raufarhöfn. Ljósmynd/Erlingur Thoroddssen

Alls eru um 190 bátar í fornbátaskrá sem Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út. Jafnframt hefur stjórnin gefið út leiðarvísi við mat á varðveislugildi báta og skipa.

Skránni er m.a. ætlað að stuðla að bættri bátavernd og auðvelda vinnu við ákvarðanatöku um hvað æskilegt sé að varðveita til framtíðar og hvað ekki.

Skráin tekur til báta í vörslu safna, sýninga og setra sem og báta á skipaskrá Samgöngustofu, þ.e. eru sjófærir, og eru eldri en frá 1950, en samkvæmt núgildandi lögum eru þeir aldursfriðaðir. Útgáfan hefur það að meginmarkmiði að vekja aukna athygli á stöðu bátaverndar. Um tuttugu söfn, setur og sýningar um land allt eiga aðild að samtökunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert