Umferðarslys á Reykjanesbraut við Bústaðaveg

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg rétt í þessu.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti þetta en gat ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært kl. 22.44:

Betur fór en á horfðist, að sögn varðstjóra. Um aftanákeyrslu var að ræða og urðu engin slys á fólki.

Áreksturinn var engu að síður harður en tveir fólksbílar rákust saman.

mbl.is