Borgarstjóri afþakkaði boð Eflingar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þekktist ekki boð Eflingar um að …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þekktist ekki boð Eflingar um að vera viðstaddur opinn samningafund Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var ekki viðstaddur opinn samningafund Eflingar sem hófst klukkan eitt í Iðnó. Fyrr í vikunni til­kynnti Sólveig Anna borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur að Efl­ing muni ekki eiga frek­ari viðræður við samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar um­fram það sem lög krefjast. Er þess kraf­ist að kjaraviðræður við borg­ina fari héðan af fram fyr­ir opn­um tjöld­um og með beinni aðkomu borg­ar­stjóra.

Borgarstjóri hefur svarað okkur og sagt að hann ætli ekki að koma og hér verður því ekki um samningafund að ræða heldur verður tilboðið kynnt sem við lögðum fram í síðustu vikur. Okkur finnst það sannarlega leitt en ég get ekki sagt að það komi mér á óvart,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir í upphafi fundarins. 

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, á opnun samningafundi félagsins …
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, á opnun samningafundi félagsins í Iðnó í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur sagði í samtali við mbl.is í gær að hann vildi gera allt sem í hans valdi stend­ur til að flýta því að samn­ing­ar ná­ist í kjaraviðræðum Reykja­vík­ur­borg­ar og Efl­ing­ar. Um leið vill hann ekki gera neitt sem gref­ur und­an umboði samn­inga­nefnd­ar­inn­ar.

Sólveig Anna sagði á fundinum að samninganefnd Eflingar upplifi það svo að ekki hafi verið hlusta á samninganefndina í viðræðum við borgina hingað til. Nefndin vilji að viðræður fari farm fyrir opnum tjöldum til að tryggja lýðræðislegt ferli. Það er það sem við trúum á. Við höfum ekkert að fela. Leyndin er versti óvinur láglaunafólksins,“ sagði Sólveig Anna. 

Þá sagði hún borgaryfirvöld hafa komist upp með það árum saman að líta fram hjá lægst launaða fólkinu. „Borgaryfirvöld hafa ekkert gert til að uppræta skömmina og það er ástæðan fyrir því að við erum komin á þennan stað, að við erum á leið í verkfall. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki semja, það viljum við svo sannarlega gera,“ sagði Sólveig Anna.  

Frá opnum samningafundi Eflingar í Iðnó í dag. Borgarstjóri afþakkaði …
Frá opnum samningafundi Eflingar í Iðnó í dag. Borgarstjóri afþakkaði boð á fundinn og því var í raun ekki um opinn samningafund að ræða heldur fór Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, yfir tilboð samninganefndar Eflingar til borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is