Brunaboð barst frá utanríkisráðuneytinu

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brunaboð barst frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg um hálffimmleytið í dag.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var slökkviliðsbíll sendur á staðinn til að ganga úr skugga um að ekki væri eldur.

Í ljós kom að ryk hafði farið í reykskynjara en verktaki var þar í framkvæmdum.

Ekið á gangandi vegfaranda

Um níuleytið í morgun var ekið á gangandi vegfaranda við gatnamót Flatahrauns og Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði. Vegfarandinn varð fyrir smávægilegum meiðslum, að sögn varðstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert