Hópur grunaður um búðahnupl

Lögreglan hafði afskipti af sjö einstaklingum við verslunarmiðstöð í Breiðholti (hverfi 109) í gærkvöldi. Þrír þeirra eru grunaðir um þjófnað og voru stöðvaðir í versluninni og komu þá hin inn í málið. Öll sjö voru færð á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks.

Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í gærkvöldi af lögreglu grunaður um ölvun við akstur og akstur án gildra réttinda.

mbl.is