Í beinni: Opinn samningafundur Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, tekur til máls á …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, tekur til máls á opnum fundi Eflingar þar sem borg­ar­stjóra, fjöl­miðlum og al­menn­ingi verður kynnt til­boð Efl­ing­ar til borg­ar­inn­ar um „sann­gjarn­an og far­sæl­an kjara­samn­ing sem gildi til loka árs 2022“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd Eflingar stendur fyrir opnum fundi í Iðnó klukkan 13 þar sem Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og almenningi er kynnt tilboð samninganefndarinnar um „sann­gjarn­an og far­sæl­an kjara­samn­ing sem gildi til loka árs 2022“.  

Fyrr í vikunni tilkynnti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Degi að Efl­ing muni ekki eiga frek­ari viðræður við samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar um­fram það sem lög krefjast. Er þess kraf­ist að kjaraviðræður við borg­ina fari héðan af fram fyr­ir opn­um tjöld­um og með beinni aðkomu borg­ar­stjóra.

Efling hefur sakað samn­inga­nefnd borg­ar­inn­ar um að hafa dreift vill­andi upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla af samn­inga­fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara um samn­ingstil­boð Efl­ing­ar.

Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan: 

mbl.is