Nýr Páll lofar góðu eftir heimsiglingu í brælunni

Fánum prýddur Páll Jónsson GK siglir inn til Grindavíkur. Sigling …
Fánum prýddur Páll Jónsson GK siglir inn til Grindavíkur. Sigling frá Póllandi tók rúma sex sólarhringa. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Páll Jónsson GK 7, nýtt línuskip Vísis hf., kom til landsins í gær og tók fjölmenni á móti skipinu þegar það renndi að bryggju í Grindavík í eftirmiðdaginn.

Leiðin frá Gdansk í Póllandi til Grindavíkur er 1.500 mílur og tók siglingin sex og hálfan sólarhring. Allt gekk vel, þrátt fyrir leiðindaveður og brælu. „Skipið reyndist vel og lofar strax góðu,“ segir Gísli Jónsson skipstjóri.

Hinn nýi Páll Jónsson er 45 metra langur, 10,5 metra breiður og fyrsta nýsmíðin, af þessari stærð, sem Vísir fær í rúmlega 50 ára sögu. Þetta er þriggja þilfara skip og er sérstaklega útbúið til línuveiða. Allur vinnslubúnaður er þegar kominn um borð í skipið og aðeins fínstillingar og frágangur eftir. Væntir skipstjórinn þess að hægt verði að hefja veiðar eftir örfáar vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert