Eldur slökktur við húsnæði á Grensásvegi

Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn og slökktu eldinn, sem logaði …
Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn og slökktu eldinn, sem logaði fyrir utan húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan rúmlega 18 í kvöld vegna tilkynningar um eld í húsnæði við Grensásveg 1. Er slökkvilið kom á staðinn reyndist eldur vera laus þar utandyra og hafði reykur frá honum borist inn í húsið. Búið er að slökkva eldinn.

Um er að ræða skrifstofubyggingu við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, þar sem Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið til húsa.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru allar stöðvar kallaðar út vegna tilkynningarinnar, en einungis eru bílar frá tveimur stöðvum nú á staðnum. Unnið er að reykræstingu þar sem eldurinn komst inn. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert