Fjórir unglingspiltar ófundnir

mbl.is/Eggert

Unglingspiltar sem bönkuðu upp á hjá íbúa í kjallara í Austurbænum í nótt og veittust að honum eru ófundnir. 

Að sögn lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hverjir piltarnir eru. Hann gat ekkert sagt til um hvort maðurinn kannaðist við þá.  

Árásin átti sér stað í Miðtúni. Þegar maðurinn kom til dyra réðust piltarnir, sem voru fjórir, á hann og við það brotnaði rúða. Engin vitni voru að atvikinu. 

Tekin var vettvangsskýrsla af manninum sem varð fyrir árásinni en hann kemur líklega á lögreglustöðina á morgun þar sem önnur skýrsla verður tekin af honum.

mbl.is