Herjólfi snúið við

Herjólfi var snúið við til Vestmannaeyja nú undir kvöld.
Herjólfi var snúið við til Vestmannaeyja nú undir kvöld.

Herjólfi var snúið við á leið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar síðdegis í dag. „Ljóst er að ekki er veður til siglinga,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi vegna málsins.

Í tilkynningu frá Herjólfi segir jafnframt að af þessu leiði að ferðin frá Þorlákshöfn, sem áætluð var kl. 20:45, falli niður. Brottför var frá Vestmannaeyjum klukkan 17 og barst tilkynning um að bátnum hefði verið snúið við um 45 mínútum síðar.

Ákvörðun sem þessi er tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi, en á þriðja tug farþega voru um borð í skipinu á leið til lands.

Fyrr í dag hafði Herjólfur tilkynnt að siglt yrði síðdegis, en farþegar voru varaðir við því að sjólag væri ekki gott og að siglingin gæti tekið lengri tíma en venjulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert