„Loksins, friðurinn fundinn“

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og systkini hennar eru Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, óendanlega þakklát fyrir að fylgja eftir málium höfuðkúpu sem fannst á sand­eyr­um Ölfusáróss í október 1994.

Með tækni þess tíma tókst ekki að bera kennsl á líkamsleifarnar en á síðasta ári var ákveðið að reyna aftur og kom í ljós að þarna voru líkamsleifar Jóns Ólafssonar, föður Birgittu, sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987.

Elsku kæri pabbi minn: loksins, friðurinn fundinn,“ skrifar Birgitta á Facebook. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans.“

mbl.is