Sjór flæddi aftur inn á stöðina

Sjór flæddi inn á endurvinnslustöðina í nótt og braut girðingar …
Sjór flæddi inn á endurvinnslustöðina í nótt og braut girðingar eins og sjá má á þessari mynd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjór flæddi inn á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í nótt, í annað sinn á tveimur vikum.

Timburgirðingar stöðvarinnar brotnuðu og grjót og malbik af göngustígnum sem er við sjóinn liggur þar á víð og dreif.

Starfsmaður Sorpu losar stíflu í niðurfalli.
Starfsmaður Sorpu losar stíflu í niðurfalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Stefáns Arnar Einarssonar, umsjónarmanns endurvinnslustöðva Sorpu, hefur hann óskað eftir dælubílum til að losa niðurföll og gröfum til að moka grjótið og malbikið í burtu.

„Við þurfum að opna um hádegið. Ég þarf að koma þessu í lag fyrir þann tíma,“ segir Stefán, sem vonast til að það náist. „Ég er kominn með smá reynslu af þessu.“ Hann bætir við að annað áhlaup sé í vændum í nótt en gul viðvörun er á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi hvassviðri. 

Allt er á floti í Sorpu í Ánanaustum.
Allt er á floti í Sorpu í Ánanaustum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er tjón fyrir okkur. Ég þarf að kaupa timbur og mála og setja þetta upp aftur,“ segir Stefán.

Grafa er komin á staðinn.
Grafa er komin á staðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

B. Þráinn Sveinbjörnsson, vaktstjóri hjá Sorpu, sendi mbl.is ljósmyndirnar hér fyrir neðan og sagði aðkomuna ekki hafa verið góða þegar hann mætti til vinnu í morgun, eins og myndirnar bera með sér. 

Ljósmynd/B. Þráinn Sveinbjörnsson
Ljósmynd/B. Þráinn Sveinbjörnsson
Ljósmynd/B. Þráinn Sveinbjörnsson
mbl.is