Björgunarskip verður á Flateyri í vetur

Björgunarskip verður á Flateyri í vetur.
Björgunarskip verður á Flateyri í vetur. mbl.is/Hallur Már

Forsætisráðherra hefur orðið við ósk Slysavarnafélagsins Landsbjargar og mun styrkja félagið um hálfa milljón króna til að standsetja björgunarskip sem nú er staðsett á Rifi á Snæfellsnesi. Verður skipinu siglt til Flateyrar þar sem það mun vera við höfn í vetur.

Verkefnið kemur til vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir snjóflóðin fyrr í janúar þar sem enginn bátur er lengur til staðar sem hægt er nota sem örugga flóttaleið ef til þess kæmi að þjóðvegurinn lokaðist, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fyrr í dag var greint frá því að tekin hefði verið ákvörðun um stofnun starfshóps um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur þegar hafið undirbúning verkefnisins í samvinnu við björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri og reiknað er með að skipið geti verið komið að höfn á Flateyri um miðja næstu viku.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/24/skipa_starfshop_vegna_flodanna_a_flateyri/

mbl.is