Fannst látinn í Póllandi

mbl.is/Sverrir

Pólsk­ur maður, sem bú­sett­ur var í Sand­gerði og var lýst eftir í sumar  fannst látinn í Póllandi fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Mateusz Tynski fór af landi brott 28. febrúar og var hans ekki leitað á Íslandi að sögn Gunn­ars Schram, yf­ir­lög­regluþjóns á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is í fyrra.

Aug­lýst var eftir Tynski á vefsíðu sam­tak­anna ITAKA. Sam­tök­in aug­lýsa eft­ir týndu fólki og kom fram í aug­lýs­ingu frá þeim að síðast hafi spurst til manns­ins á Íslandi. 

Karol Tynski, bróðir Mateuszar, staðfestir við Fréttablaðið að lík hans hefði fundist fyrr í mánuðinum og að útför hans hefði farið fram í bænum Pyskowice í suðurhluta Póllands í gær.

Mateusz, sem var 29 ára, bjó á Íslandi í fjögur ár og starfaði lengst af í fiskvinnslu. Hann var ókvæntur og barnlaus. 

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is