Hvítá flæðir yfir bakka sína

Hvítá í klakaböndum. Ljósmyndin er frá síðustu viku.
Hvítá í klakaböndum. Ljósmyndin er frá síðustu viku. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

„Við stukkum af stað þegar við fréttum af þessu og náðum að henda drónanum á loft fyrir myrkur. Það flæðir þarna upp á milli Austurkots og Brúnastaða.“

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hvítá hefur flætt yfir bakka sína vegna ísstíflna og er heimreiðin að Austurkoti orðin ófær fólksbílum, auk þess sem byrjað er að flæða yfir Oddgeirshólaveg til móts við afleggjarann að Austurkoti.

„Þeir segja okkur bændurnir að það sé svo sem ekki ástæða til að hafa neinar áhyggjur af húsum eða bústofni, en það sé spurning hvernig þetta fer með girðingarnar þeirra. Annað sé nú ekki í hættu og svo yfirleitt skilar hún sér í farveginn þarna neðar,“ segir Oddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert