Krefja borgina um 18,5 milljónir

Í kröfubréfinu kemur fram að eigendur Gráa kattarins hafi ekki …
Í kröfubréfinu kemur fram að eigendur Gráa kattarins hafi ekki verið upplýstir um hinar fyrirhuguðu framkvæmdir. Það hafi fyrst verið gert með bréfi borgarinnar degi eftir að þær gátu hafist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur veitingastaðarins Gráa kattarins, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir.

Þetta kemur fram á vef Rúv og segir að bréfið hafi verið sent í síðustu viku. 

Fram kemur, að þau segi að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, bæði í aðdraganda framkvæmda við Hverfisgötu og meðan á þeim stóð. Þá hafi borgin ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu.

Frá framkvæmdunum við Hverfisgötu í fyrra.
Frá framkvæmdunum við Hverfisgötu í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá segir að fram komi í kröfubréfinu að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlaust af framkvæmdunum og ekkert samband hafi verið haft vegna þess. Á það sé bent að slæmt aðgengi á verktíma hafi valdið samdrætti í rekstri staðarins upp á 20 til 25 prósent en mest hafi hann orðið 38 prósent í október. Orðspor staðarins hafi beðið hnekki vegna einkunna ferðamanna á erlendum síðum þar sem finna hafi mátt athugasemdir um slæmt aðgengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert