Skýli og turn mynda merka minjaheild

Reykjavíkurflugvöllur. Nýi flugturninn lengst til vinstri, en byrjað var að …
Reykjavíkurflugvöllur. Nýi flugturninn lengst til vinstri, en byrjað var að byggja hann 1958. Friðlýsta flugskýlið og gamli turninn hægra megin. mbl.is/Árni Sæberg

Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti 10. janúar flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem var byggður 1941, að því er segir á vef Minjastofnunar og er friðlýst bygging.

Saman mynda skýlið og turninn merka minjaheild frá árum seinni heimsstyrjaldar sem hefur fágætisgildi á landsvísu, segir á heimasíðu Minjastofnunar.

Friðlýsingin tekur til stálburðargrindar og upprunalegra rennihurða á göflum skýlisins. Undanskildar ákvæðum friðlýsingar eru seinni tíma breytingar: viðbyggingar og klæðningar utan- sem og innanhúss.

Flugskýli 1 er fyrsta stóra flugskýlið sem byggt var á Reykjavíkurflugvelli. Það er eitt fimm flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og reist á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn og standa fjögur þeirra enn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert