Sundabraut verði sem fyrst að veruleika

Mosfellsbær hefur stækkað jafnt og þétt að íbúafjölda.
Mosfellsbær hefur stækkað jafnt og þétt að íbúafjölda. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst.

Þetta kom fram í bókun á fundi ráðsins í gær þar sem fjallað var um skýrslu verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.

Samþykkt var að vísa erindinu til skipulagsnefndar til kynningar.

„Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins og mun m.a. draga úr umferð í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ,“ segir í bókuninni.

„Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulagi Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni svo sem með skipulagðri byggð.“

Bæjarráð hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut eins og kostur er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert