Vigdís tekur undir með Ingibjörgu Sólrúnu

Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins. mbl.is/Hari

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi og Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, taka undir orð og áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE.

Þetta kemur fram í bréfi sem þau hafa sent til Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi starfshóp um endurskoðun á samþykktum sambandsins.

Vísa þau í viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í Kastljósi fyrr í mánuðinum þar sem hún sagði að vaxandi stuðningur við popúlistaflokka í Evrópu væri áhyggjuefni þar sem hugmyndir um valddreifingu og málamiðlanir væru á undanhaldi. 

„Við erum að upplifa ákveðið bakslag núna og við erum að upplifa nýja hugmynd um lýðræðið sem felst í því að hinir sterku eru sigurvegararnir,“ sagði Ingibjörg Sólrún, samkvæmt bréfi Tómasar og Vigdísar.

„Þegar þú ert orðinn sigurvegari þá tekur þú valdið allt í stað þess að dreifa valdinu og deila valdinu og hugmyndin um að gera málamiðlanir hún er á undanhaldi.“
Undirrituð taka undir orð og áhyggjur framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í þessum efnum,“ segir í bréfi þeirra þar sem þau óska eftir upplýsingum um starfshópinn sem skipaður var um endurskoðun á samþykktum sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert