Fjöldi fólks fær svikaskilaboð frá Ken

„Best að blokkera viðkomandi svo við látum Ken ekki blekkja …
„Best að blokkera viðkomandi svo við látum Ken ekki blekkja okkur!“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi tilkynninga í dag frá fólki um svika SMS-skeyti sem því berast. 

Þessar tilkynningar eiga flestar það sameiginlegt að vera frá aðila sem kallar sig Ken og vill hann endilega að þú staðfestir móttöku í netfang sem hann gefur upp,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.

Þar segir jafnframt að þarna sé að sjálfsögðu ekkert annað en hrein og klár svikastarfsemi. Lögreglan brýnir fyrir fólki að svara ekki skilaboðunum og fara alls ekki eftir því sem beðið er um, það er að senda póst á uppgefið netfang.

Best að blokkera viðkomandi svo við látum Ken ekki blekkja okkur!

mbl.is