Opið 363 daga á ári

Hjónin Olgeir Hávarðarson og Stefanía Birgisdóttir í Bjarnabúð.
Hjónin Olgeir Hávarðarson og Stefanía Birgisdóttir í Bjarnabúð. Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson

Veðrið hefur víða sett strik í reikninginn að undanförnu en það hefur ekki dregið úr verslun í Bjarnabúð í Bolungarvík.

„Það hefur verið skítaveður hjá okkur meira og minna allan janúar, en verslunin gengur vel,“ segir Stefanía Birgisdóttir, sem keypti reksturinn 1. janúar 1996 og hefur verið þar til taks nánast á hverjum degi síðan. „Ég hef opið 363 daga á ári – ekki á jóladag og nýársdag – og reyni að gera mitt besta,“ segir Stefanía.

Húsið í Hafnargötu 81 hefur verið eitt helsta kennileitið í Bolungarvík í 100 ár. Það var byggt sem verslunarhús 1919 og kostaði 60 þúsund. Þar hefur alla tíð verið verslun frá 20. janúar 1920. Hinar sameinuðu íslensku verslanir voru með rekstur í húsinu 1920 til 1926, Bjarni Eiríksson rak þar samnefnda búð 1927 til 1958, Benedikt Bjarnason tók þá við af föður sínum og var með reksturinn þar til Stefanía keypti af honum.

Sjá viðtal við Stefaníu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »