Jarðskjálfti 3,7 að stærð í Bárðarbungu

Nokkrir litlir skjálftar hafa orðið á svæðinu í nótt og …
Nokkrir litlir skjálftar hafa orðið á svæðinu í nótt og í morgun, allir undir 1 að stærð. mbl.is/RAX

Skjálfti af stærðinni 3,7 varð um 9 kílómetra austur af Bárðarbungu klukkan 14:25. Engir eftirskjálftar hafa orðið og samkvæmt sérfræðingi á vakt á Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.

Nokkrir litlir skjálftar hafa orðið á svæðinu í nótt og í morgun, allir undir 1 að stærð.

mbl.is