„Verkföll eru alltaf áhyggjuefni“

„Borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur að …
„Borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur að viðræðum miði áfram á grunni lífskjarasamninganna.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og ég hef ekki leynt því að ég hef áhyggjur af stöðu viðræðnanna.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is í ljósi fregna af samþykkt félagsmanna Eflingar á verkfallsaðgerðum gegn Reykjavíkurborg. 

„Borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að viðræðum miði áfram á grunni lífskjarasamninganna, enda nýtist það sérstaklega þeim sem hafa lægstu launin. Markmiðið er að sjálfsögðu að ná samningum sem fyrst.“

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kjós­enda í at­kvæðagreiðslu Efl­ing­ar um verk­fallsaðgerðir gegn Reykja­vík­ur­borg, eða 95,5%, hef­ur samþykkt verk­falls­boðun sem nær til starfs­fólks á leik­skól­um borg­ar­inn­ar (þó ekki menntaðra leik­skóla­kenn­ara), starfs­fólks hjúkr­un­ar­heim­ila, þeirra sem starfa í heima­hjúkr­un, sorp­hreins­un og gatnaum­hirðu.

Sól­veig hef­ur áður kallað á að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri komi með bein­um hætti að samn­inga­borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert