Vörubíll ók á vegrið og skemmdist

Eins og sést á myndinni skemmdust bæði bíllinn og vegriðið.
Eins og sést á myndinni skemmdust bæði bíllinn og vegriðið. Ljósmynd/Aðsend

Vörubíll Smyril Line Cargo ók á vegrið rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Atvikið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara.

Lögregla var kölluð á staðinn en bæði vegriðið og vörubíllinn skemmdust töluvert.

Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar er hált á Suðurlandsvegi. Víða er nokkur hálka, krap eða snjóþekja á Suðvesturlandi. 

Á Suðurlandi hefur talsvert snjóað í uppsveitum en snjóþekja er víða og sums staðar jafnvel þæfingsfærð.

Lögreglan gat ekki gefið frekari upplýsingar um atvikið þegar blaðamaður leitaði eftir þeim. 

mbl.is