Engar veðurviðvaranir í gildi - í bili

mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er fremur rólegu vetrarveðri næstu daga. Snjókoma eða él sunnan til í dag en fyrir norðan og austan á morgun og þriðjudag. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna. Engar veðurviðvaranir eru í gildi í bili en menn eru hvattir til að fara varlega enda hált á vegum úti og lítið skyggni í ofankomu. Ferðalangar ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en haldið er af stað, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir daginn í dag og næstu daga

Suðaustlæg átt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara syðst. Él eða dálítil snjókoma um landið S-vert, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Norðaustlæg átt í nótt og á morgun, víða 8-13 og dálítil snjókoma eða él, en bjartviðri SV til. Frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 1 til 12 stig, mest í innsveitum NA til.

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-13 m/s og víða él, en bjart með köflum S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og él N-lands, en yfirleitt bjartviðri sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Útlit fyrir hæga vinda, úrkomulítið og kalt veður.

Á sunnudag:
Hægt vaxandi norðaustanátt og þykknar upp SA til og líkur á hríðarveðri þar um kvöldið. Áfram kalt í veðri.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert