Fylgdarakstur í gegnum Hvalfjarðargöng

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna viðhalds verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í kvöld og nótt, aðfaranótt 28. janúar á milli klukkan 22:00 og 06:00. Ástæðan er sú að unnið er að viðhaldi gang­anna.

Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar.

Um­ferð verður stöðvuð við ganga­munn­ann þar til fylgd­ar­bíll kem­ur. Hann ekur á 20 mín­útna fresti. 

mbl.is