Kvarta yfir bílum í lausagangi

Útblástur frá bílum hefur mikið að segja hvað mengun varðar.
Útblástur frá bílum hefur mikið að segja hvað mengun varðar. AFP

Nokkuð hefur borið á kvörtunum almennings vegna ökumanna sem skilja bifreiðar sínar eftir í gangi.

Þetta kemur fram í facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra, þar sem minnt er á ákvæði umferðarlaganna um að ökumenn skuli stöðva vél ökutæki síns er þeir yfirgefa þau.

„Þetta á alls staðar við, en ekki síst við aðkomu að skólum, leikskólum, íþróttahúsum og öðrum stöðum þar sem óþægindi eru augljós af völdum mengunar og hættu vegna ökutækisins sjálfs,“ segir í færslunni.

Lögreglumenn um allt embættið munu gæta þess að þessir hlutir séu í lagi en hægt er að beita 20 þúsund króna sektum fyrir háttsemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert