Legu línunnar vísað til sveitarstjórnar

Akureyri. Nýju endurbættu byggðalínurnar frá Kröflu og Blönduvirkjun munu tengjast …
Akureyri. Nýju endurbættu byggðalínurnar frá Kröflu og Blönduvirkjun munu tengjast á Rangárvöllum við Akureyri. Báðar eru í undirbúningi mbl.is/Sigurður Bogi

Lega og útfærsla Blöndulínu 3, sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar, verður ekki skilgreind í svæðisskipulagi Eyjafjarðar heldur í aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar. Kemur þetta fram í breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 sem auglýst hefur verið.

Þegar svæðisskipulagið var gert á sínum tíma var kveðið á um að þegar farið yrði í að leggja nýju byggðalínuna með Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3 þyrfti að ákvarða legu þeirra í svæðisskipulagi Eyjafjarðar, að sögn Þrastar Friðfinnssonar, formanns svæðisskipulagsnefndar. Nú er vinna við undirbúning Hólasandslínu 3 frá Akureyri að Kröflu komin vel á veg. Ekki er ágreiningur um legu hennar um land Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar enda fer hún þar í gegn í jarðstreng, vegna þéttbýlis og flugvallar. Hún er komin inn á aðalskipulag.

Vinna við undirbúning Blöndulínu 3 er skemmra komin enda var áveðið að vinna umhverfismat hennar upp á nýtt. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar felldi hana út af aðalskipulagi sem loftlínu. Í svæðisskipulagsbreytingunni kemur fram að sveitarfélögin skuli gera ráð fyrir þessum línum. Hins vegar er tekið fram að lega og útfærsla línunnar verði ekki skilgreind nánar í svæðisskipulaginu heldur í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert