Stór bílastæði flutt úr þinghelginni

Margir ferðamenn hafa kafað í Silfru á undanförnum árum. Áætlanir …
Margir ferðamenn hafa kafað í Silfru á undanförnum árum. Áætlanir gera ráð fyrir því að allt að 75 þúsund manns geti kafað í gjánni á hverju ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því á næstu þremur til fimm árum að draga úr sjónrænum áhrifum mannvirkja innan Þingvallaþjóðgarðsins. Þannig eigi til dæmis að flytja öll stór bílastæði sem nú eru nálægt þinghelginni út fyrir svæðið þar sem Alþingi hið forna var haldið.

Þetta kemur meðal annars fram í svari sem Þingvallanefnd sendi Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í síðustu viku vegna fyrirspurnar stofnunarinnar um hvernig köfun í gjánni Silfru og tilheyrandi starfsemi í Þingvallaþjóðgarði samræmdist því að Þingvallaþjóðgarður væri á heimsminjaskrá UNESCO.

Þingvallanefnd segir að aðstaða fyrir ferðamenn og kafara við Silfru sé til bráðabirgða. Þeir sjáist ofan af útsýnispalli á Hakinu en ekki frá öðrum stöðum innan þinghelginnar fyrr en komið sé að gjánni. Sjónræn áhrif séu því afturkræf, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert