Veikur farþegi og bilun í flugvél

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert

Farþegaþotu Lot Airlines á leið frá Varsjá í Póllandi til New York var beint til Keflavíkur í gærkvöldi vegna veikinda farþega um borð.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er vélin enn þá á Keflavíkurflugvelli vegna þess að þegar henni hafði verið lent kom í ljós að einhver bilun hafði orðið í henni.

Farþegunum var komið á áfangastað með flugvélum annarra flugfélaga.

Um borð voru 50 gyðing­ar og styttu þeir sér stund­ir með söng þar sem þeir biðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eins og sjá má í mynd­skeiði sem fylg­ir frétt­ The Yes­hi­va World. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert