8,4 milljarðar vantaldir í 113 málum

Alls voru 113 mál óafgreidd skattsvikamál í refsimeðferð hjá embætti héraðssaksóknara í maí á síðasta ári. Námu vantaldar tekjur í þessum málum nærri 8,4 milljörðum króna. Á sama tíma voru níu óafgreidd refsimál hjá yfirskattanefnd, allt vanskilamál.

Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota sem birt var í lok síðustu viku en nefndinni var falið að greina þær kröfur sem leiða af dómum mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þeirra breytinga sem þarf að ráðast í til að mæta þeim kröfum.

Nefndin var skipuð í kjölfar þess að mannréttindadómstóllinn kvað á árunum 2017 til 2019 upp þrjá dóma í málum sem íslenskir einstaklingar kærðu þangað með vísan til 4. grein 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um réttinn til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis. Samkvæmt því skal enginn sæta lögsókn eða refsingu í nýju sakamáli innan lögsögu sama ríkis, sem hann hafi þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.

Í dómunum þremur féllst dómstóllinn á að kærendurnir hefðu verið saksóttir tvisvar með álagningu viðbótarálags á skatta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert