Dópaður og vopnaður í umferðinni

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan stöðvaði för ökumanns í Austurbænum (hverfi 105) um tvö í nótt. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Ekki urðu slys á fólki í tveimur umferðaróhöppum í gærkvöldi þegar bifreiðum var ekið á ljósastaura. 

Um áttaleytið í gærkvöldi voru skráningarnúmer ótryggðrar bifreiðar klippt af í hverfi 108. Ökumaðurinn hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis við aksturinn, samkvæmt því sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögreglan stöðvaði för ökumanns í hverfi 105 um miðnætti sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og notaði ekki öryggisbelti við akstur.

Um klukkan 21 var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is