GPS-mælir á toppi Þorbjarnar

GPS-mælir á toppi Þorbjarnar á að vakta og greina betur …
GPS-mælir á toppi Þorbjarnar á að vakta og greina betur landrisið á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mælar Veðurstofunnar greina áframhaldandi landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Risið er á sama hraða og síðustu daga, 3-4 mm á dag. GPS-mæli hefur verið komið fyrir á toppi fjallsins Þorbjarnar til að vakta og greina betur landrisið á svæðinu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ er haft eftir Benedikt Ófeigssyni, sérfræðingi í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofunni.

Sólarhringsvakt Veðurstofunnar mun fylgjast áfram grannt með þróun mála en gert er ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert