Önnur hver króna rennur í borgarsjóð

Hhelmingur fasteignaskatta á fyrirtæki landsins rennur í borgarsjóð.
Hhelmingur fasteignaskatta á fyrirtæki landsins rennur í borgarsjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að fyrirtæki landsins muni greiða rúmlega 28 milljarða í fasteignaskatta í ár, næstum því 1% af landsframleiðslu.

Í skýrslu Samtaka iðnaðarins kemur fram að fasteignaskattar hafi hækkað um 50% að raunvirði frá árinu 2015 og vakin er athygli á að þeir taki sífellt stærri skerf af tekjum fyrirtækja.

Mikill meirihluti atvinnuhúsnæðis er skattlagður með lögbundnu hámarki álagningar, eða 1,65%. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið af tíu stærstu sem hefur ekki hnikað til álagningarprósentu fasteignaskatta á fyrirtæki síðasta áratug. Er nú svo komið að helmingur fasteignaskatta á fyrirtæki landsins rennur í borgarsjóð, samkvæmt skýrslunni, enda hafi fasteignamatið hækkað hratt.

Vakin er athygli á því að bæjarstjórnir Hafnarfjarðar og Kópavogs hafi lækkað umrædda skatta á fyrirtæki síðustu ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa skattlagningu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert