Stefán fékk „bestu meðmæli“ borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa veitt Stefáni sín bestu …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa veitt Stefáni sín bestu meðmæli í útvarpsstjórastarfið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óskar Ríkisútvarpinu og stjórn þess til hamingju með ráðningu Stefáns Eiríkssonar borgarritara í útvarpsstjórastöðuna. Hann segir að Stefán sé „fengur“ fyrir RÚV og skilji eftir sig skarð sem þurfi nú að fylla hjá borginni.

Borgarstjóri segir að Stefán hafi verið frábær samstarfsmaður, bæði í störfum fyrir Reykjavíkurborg frá 2014 og þar áður sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

„Hann fékk því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót,“ skrifar borgarstjóri á Facebook-síðu sína í dag.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert